þriðjudagur, janúar 13, 2004

Kominn út jólafríi...

Eins og mér var bent á þá fannst sumum að ég væri svolítið lengi í jólafríi, en ég er opinberlega kominn aftur til Odense.

Ég er ekkert að setja neina annála inn í þetta blogg, ef að fólk vill vita hvað ég gerði af mér á síðastliðnu ári þá getur það bara spurt....kanski að ég setji bara inn svona Highlites:

Vetur: Ákvað (ásamt henni Þóru minni) að flytja til Odense í kokkanám.
Vor: Útskrifaðist sem sjókokkur úr hótel og matvælaskólanum í MK og við Þóra seldum íbúðina okkar.
Sumar: Flutti til Odense og byrjaði í Dalum Tekniske skole.
Haust: Var í skólanum og að rembast við að læra dönsku...

Annars er bara það að frétta núna að við erum að flytja aftur.....

....Nei ekki heim, heldur á Rasmus Rask Kollegiet sem er oft kallað Íslendinganýlendan í Odense. Við erum að reyna að lækka kostnað og það gengur upp með því að flytja í helmingi ódýrara húsnæði heldur en við erum í núna.

Við erum nú þegar búin að fá okkur þvottavél og kombi-ofn, en við erum á höttunum eftir ódýrum ísskáp með frysti, ef einhver dettur niður á gott tilboð þá er hann beðinn um að hafa samband við okkur sem fyrst....

Það sem breytist verður örugglega e-mail adressan okkar og heimilisfang. En ég læt ykkur vita við fyrsta tækifæri. Við flytjum líklegast núna um helgina og það verður bara örugglega gaman.

Jæja ég ætla að leyfa ykkur að melta þetta í bili þannig að...

BLESS

Engin ummæli: