þriðjudagur, janúar 24, 2006

Kominn tími til...

... að gefa sér tíma til þess að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa nokkrar línur hér inn.

Jú árið 2005 er liðið og ég geri ráð fyrir því að þeir sem að þekkja mig og lesa hérna viti að það markverðasta fyrir mig á árinu er fæðing sonar míns þann 19.nóvember. Annað er ekki vert að nefna hér.

Árið 2006 byrjar vel, mér gekk vel í prófunum, náði öllu og fékk meira að segja 11 í einu prófanna sem þykir gott í Danmörku. Byrja svo aftur í skólanum 1. febrúar n.k. er svona að skoða með þetta nám, er ekki viss um hvert Enska er að leiða mig, langar mikið meira að læra eitthvað í átt að samskiptum og svona, á ensku kallast þetta Public Relations, held að þetta sé meira fyrir mig. Get jafnvel farið í nám sem heitir Communication and Media sem er stílað inn á svona fjölmiðlun og samskipti, mjög spennandi.

Af öðru, þá er ég að bíða eftir fréttum af þeim Berglindi og Binna, en þau áttu að eiga barn þann 14. janúar (held ég) og seinast þegar ég frétti var ekkert barn komið, ég fæ það eflaust bara í afmælisgjöf.

Mikill gestagangur er framundan hjá okkur. Þær ofursystur Lilja og Jóhanna eru að koma á föstudaginn til að gera Viktor óþekkan, þær þykjast ætla að kenna okkur allar uppeldiskenningarnar á einni helgi (það tekur nú lengri tíma en það held ég nú), svo koma Mamma og Pabbi og Anna amma þann 3. febrúar og ætla fagna 30. afmælisdeginum mínum með mér. Pabbi og amma eru þá að sjá Viktor í fyrsta sinn þannig að það verður spennandi.

Jæja þetta er nú það sem er að gerast á þessu heimili á nýju ári....bendi á óskalistann minn hjá Amazon.co.uk fyrir þá sem að vilja gefa mér afmælisgjöf, en þið getið skoðað hann HÉR.

Góðar stundir.

p.s. hendi inn nýrri uppskrift síðar.

Engin ummæli: