Hvað er að frétta af mér?
Ekki mikið, er að rembast við að læra Ensku, ala upp son minn og unnustu (hehe).
Á okkar daga hefur mikið drifið undanfarnar vikur. Gestir og fleiri gestir hafa kíkt við í mislangann tíma. Pabbi og mamma og amma komu og voru hjá okkur í 6 daga, það var voða notalegt, komu til þess að skoða barna-barnið jú og líka barna-barna-barnið. Það var held ég helsti tilgangur ferðarinnar, það vildi svo skemmtilega til að ég átti líka afmæli á meðan þau voru hér þannig að þetta var ágætis afsökun fyrir þau að koma og hitta fjölskylduna litlu í Odense.
Jújú kallinn orðinn 30 ára, Einar Guðberg vinur minn á svosem eftir að minna mann á það næst þegar við hittumst, en mér til huggunar þá eru það svo margir sem að verða 30 ára á árinu, t.d. allir þeir sem að voru með mér í bekk í grunnskóla, jú svo og nokkrir aðrir góðir vinir...svo líða nokkur ár og þá kemur EG, langt á eftir (hann fær sko að heyra það þá).
Á afmælisdaginn þá var voða lítið gert, svarað í síma og þakkað kveðjurnar, teknir upp nokkrir pakkar, farið í BILKA, eldað, slappað af og svo borðað dýrindi lamb fyllt með allskyns gotteríi...það eina sem að klikkað var á var eftirrétturinn en McDonalds reddaði því í snatri með McFlurry ísnum sínum, klikkar aldrei.
Annað dettur mér ekki í hug akkúrat núna, er örlítið pirraður þessa stundina, er að reyna að fá svör við spurningum sem ég spurði að en það er eins og vanalega erfitt að fá svör, mér finnst alltaf eins og ég sé að draga upp úr þessum köppum hernaðarupplýsingar sem enginn nema þeir eigi að fá að vita...kanski vilja þeir bara ekki segja mér þetta??? Hver veit? (kanski þeir!)
Jamms lífið er eitthvað að stríða mér núna þannig að ég ætla að hætta að blogga, annars enda ég með því að "spill my guts" eins og sagt er á útlenskunni....og ég ætla sko ekki að gera það hér
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli