VÁ!! Hvað ég er duglegur..
Jæja, þá skín sólin, en það snjóaði samt áðan, örlítið, varla hægt að setja það í skál það var svo lítið. Veðurspáin er sæmileg það sem eftir er vikunnar, það á víst að fara hlýnandi hér í DK.
Skellti mér á fótboltaæfingu og var bara nokkuð hress eftir hana, hljóp eins og ég ætti lífið að leysa eftir boltaskrattanum, er að hugsa um að skella mér aftur á fimmtudaginn, þetta er svo helv... hressandi að hitta strákana og spriklast svolítið.
Annað er voða lítið að frétta af okkur. Bara um 2 vikur þangað til að Þóra og Viktor Daði lenda á klakanum, sem þýðir að það eru einungis um tvær og hálfa viku sem að ég á að fara í fyrsta prófið mitt, Videnskabsteori I eða Philosophy of Science I eða Heimspeki Bókmenntavísindi. Það hljómar samt ekki eins slæmt eins og það er skrifað... er búinn að eyða deginum í dag í að undirbúa mig...allavegana byrja.... svo er ég líka búinn að þýða tvo texta frá ensku yfir á hljóðtákn með breskum framburði... svona er nú skólinn minn skemmtilgur.
Jæja nóg í bili, langaði bara að láta vita hvað ég er að gera...hvað eruð þið að gera þessa dagana annars?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli