Já er einhver tenging þar á milli...
Hjá mér er það. Málið er að ég fór á fótboltaæfingu í kvöld bara svona til þess að pirra þá sem að voru að spila leik á miðvikudaginn í seinustu viku, þeir nefnilega skít töpuðu leiknum og geta ekki afsakað sig vegna þess að þeir vita að þeir áttu að vinna. Ég aftur á móti get skotið á þá hægri vinsti vegna þess að ég er í tveggja leikja banni eftir leik við Holuf-Pile en það er svo aftur á móti önnur saga. En aftur að æfingunni, fór og skaut á strákana þangað til að þeir hótuðu að lemja mig....hætti þá en held áfram á næstu æfingu, þá verða vonandi þeir komnir sem að eiga það skilið að fá að heyra það...
En þetta með viskýið. Er nefnilega með kvef og ákvað að skella mér í boltann til að hlaupast undan kvefinu en það tókst nú víst ekki þannig að það er ekkert annað en að skella sér í sjóðheita sturtu og skella í sig viský glasi. Sit með Glenfidich 12 ára Single Malt Solera Reserve sem að ég fékk í 30 ára afmælisgjöf.
Hvað er annað að frétta...voðalega lítið. Er bara í skólanum og svo heima að rembast við að lesa en það er hann Viktor Daði sem að lætur mig nú alveg heyra það ef að ég kíki nú ekki á hann á tveggja mínútna fresti...Ég verð bara að láta mig hafa það að vera svolítið lengur í skólanum á daginn svo að ég verði búin að læra þegar ég kem heim, þá get ég leikið við soninn og svona.
Skólinn er svosem ágætur. Svolítið mikið að lesa. Búinn að kaupa allar bækurnar alls í kring um 7-8 stk. en samtals blaðsíður eru hátt í 8000....Neibbs ég er ekki búin að setja einu núlli of mikið ég meina það Áttaþúsund blaðsíður í örfáum bókum. Flestar eru með klassískum bókmenntum bæðir breskar og Amerískar fram að árinu 1922, svo kemur málfræði og saga, Hugmyndaleg tungumál og skriftir og gagnrýni með krítískri hugmyndafræði. Svo þarf maður að æfa sig í þeim fögum sem að ég hef ekki ennþá náð (þau eru víst orðin þrjú því miður). Hvað tekur svo við næst....jú BA verkefni haustið 2007 og svo eftir það tek ég tvær annir í valfög hef ákveðið að taka Organistorisk Kommunikation eða í grófri þýðingu Samtaka Samskipti sem er í raun bara samskipti milli félaga og fyrirtækja eins innan þeirra...mjög spennandi og atvinnumöguleikarnir eru óteljandi. Hvað svo...er að hugsa um mastersnám í áframhaldandi samskiptum bæði innan og utan fyrirtækja...hef jú alltaf haft svolítið gott með að tala eins og þið vitið...
Jæja best að fara að leggja sig, þarf víst að hjóla í skólann á morgun þar sem að Þóra og Viktor Daði eru að fara í ungbarnasund.
Annað var það ekki, góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli