mánudagur, október 02, 2006

Fréttir...

Jæja þá "fann" ég tíma til að setjast niður fyrir framan tölvuna og skrifa nokkrar línur.

Hvað hefur verið að gerast síðan síðast....hmmmmmm.....

Var veikur, ekki gaman, en er samt að jafna mig í rólegheitunum. Hvað meira, við erum orðnir stoltir eigendur að Kolonigarði hér í Odense. Kolonigarður er svona litlir garðar sem að fólk getur komið og ræktað grænmeti, ávexti og ber og svona, haft falleg blóm og svo eru yfirleitt svona einhver hús á þessum lóðum. Í okkar garði er jú hús, en það er fúið og ónýtt þannig að það verður rifið við tækifæri og svo vonandi byggt nýtt í staðinn. Þetta er á góðum rólegum stað í útjaðri Odense og það eru klósett og svona í sameiginlegum sal nálægt.

Nágrannarnir okkar eru ekki af verri endanum. Sjálfstæðismaðurinn Pétur Ottesen og fjölskylda eru í garðinum fyrir neðan okkur, tilvonandi félagi minn í hljómsveitinni Los Duos, Davíð og fjölskylda...svo við hliðina á okkur er litil kallinn hann Elli með sína familie.

Jæja...skólinn kallar...verð víst að sinna honum ef ég á að klára þetta einhverntímann..

Við heyrumst síðar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er naumast, nýtt look í hverri viku. Til lukku með Herragarðinn. Sjáumst mjög fljótlega

Ingvar

Nafnlaus sagði...

Já tillykke með kolonihaven, er hann rétt hjá Raskinu eða??

ÓLInn