laugardagur, október 21, 2006

Síðan seinast...

Þá hefur nú ekki mikið gerst.

Er búinn að vera í haustfríi undanfarna viku og hef notið þess að vera með fjölskyldunni og svona. Þurfti reyndar að læra svolítið en það er ekkert alvarlegt.

Ég tók mér frí frá fótbolta, eins og allir reyndar, og sleppti leik seinustu helgi vegna þess að ég var að vinna hjá KTT í Lindö sem að er ein af stærri skipasmíðastöðvum í evrópu og eru þeir í þessum töluðu orðum að smíða þriðja af fimm (held ég) super cargo skipum sem að eru með 10000 hestafla mótor og tekur 11000 gámaeiningar. Skipið á myndinni er Estelle Maersk og er nýjasta skipið. Það er svolítið gaman að sjá hvernig svona skip er smíðað. Það er gert í mörgum hlutum og svo koma lestalúgur og stýrishús tilbúið frá Eistlandi og Letlandi...og veskú eitt stykki skip.

Mér finnst þetta fín vinna, gefur vel í vasann en er frekar skítug en eins og ég segi þá er þetta fínt, fínir vinnufélagar og fínir vinnutímar (07-15.30).

Af okkur er svosem ekki mikið að frétta annað, Viktor Daði er alltaf að verða betri og betri í því að standa upp og svona, og rétt áðann þá prufuðum við að gefa honum smá vatn í glas með röri og það tók hann innan við 5 mín að átta sig á hvað þurfti að gera og hann gerði sér lítið fyrir og kláraði úr glasinu á nó tæm. Ég gæti ekki verið stoltari af stráknum mínum.

Við höfum ekkert farið í kolonigarðinn okkar í haustfríinu eins og til stóð en ég kíki í vikunni og reyni að koma upp hliðinu sem að ég er alltaf á leiðinni að smíða. Við erum svo alltaf að pæla í þvi hvernig við viljum haga garðinum, hvað á að verða blómabeð og hvar á húsið að vera og hvernig hús eigum við að setja í garðinn og svona...alltaf nóg að pæla. Ég væri frekar sáttur ef að einhver gæti bent mér á einn stórann gagnagrunn um hvernig á að vinna í garði og svona, hvernig á að búa til kartöflugarða og svona....

Á meðan ég man, ég er farinn að notast við BLOGGER BETA og þá kemur hann eitthvað asnalega út í Internet Explorer en bloggið virðist vera flott í Firefox.

Þið dánlódið þessu bara og skoðið bloggið í því...ég var að vonast eftir að nýjasta útgáfan af Explorer (7.0) myndi laga þetta vandamál en svo er nú víst ekki.....þið reddið þessu ef að þið viljið endilega skoða bloggið.

Þetta verða lokaorðin að sinni, þangað til næst....over and out.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll kaddlinn minn....gaman að sjá að það eru einhverjir snillingar hérna frá P Árnason..og co...allavegana erum við tveir úr teaminu hérna í Danmörku...þurfum bara að fá Andra Sveins yfir..þá getum við tekið upp teipin..og kassana...

Gott að sjá að þú ert í toppformi...

Kveðja
Halli Gunnars
Ericaparken 67
2820 Gentofte

hrozzi@mac.com
msn:hrozzi@hotmail.com
home+45-39677317
mobile+45-30699942

Nafnlaus sagði...

Held að þú sért að ruglast eitthvað á mönnum hérna....

Ef ekki, þá væri ég til í að muna örlítið betur eftir þér....(man semsé ekki neitt)

Nafnlaus sagði...

alveg að ruglast meistari...hæelt þú værir allt annar maður...Bjarni Þorsteins kr-ingur...

Nafnlaus sagði...

Oft verið kallaður slæmum nöfnum en ALDREI KR-ingur...alt í góðu samt