Þegar báðir foreldrar eru í skóla og vilja ekki setja litla stubbinn sinn til dagmömmu strax þá er það óhjákvæmilegt að feðgar verði tveir einir heima saman. Stundum er það gaman, en stundum er það ekki alltaf hressandi fyrir litla óþolinmóða herramenn. Í dag er gaman, Disney Playhouse í sjónvarpinu, epladjús í stútkönnunni og góð bók í farteskinu hvert sem maður fer. Pabbinn aftur á móti situr fastu við tölvugarminn og pikkar inn á bloggið að kröfu þeirra sem lesa það, ekki gengur að skrifa bara einusinni á þriggja mánaða fresti.
Snjórinn úti hann heillar ef að maður vissi hvað þetta var. Ekki alveg nóg til að fara út og smakka og búa til snjókall en það er alveg nóg til þess að verða smá kalt, blotna og verða skítugur. Pabbinn íhugar hvort að þetta sé óskastaðan í málinu.
Ein kúkableija búinn, líklegast tvær eftir í dag, jafnvel fyrir hádegi. Það er allavegana ósk mömmunnar.
Vinna um helgina ásamt 35 ára afmæli á laugardaginn, það verður hressandi, kalt, en hressandi. Ég á líka svo skínandi flottann nýjan GULAN hjálm svo að allir sem vinna með mér geti gert grín og spurt hvar hinn GULI hjálmurinn minn sé. Þeir vita svosem vel að ég kveikti í honum þegar ég var að brenna manganplötu fyrir litla sandblásarann (nei hann var ekki á hausnum á mér, en hann brann samt). Já svona er að vinna hjá KTT verktökum í Lindö, alltaf gaman að gera grín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
jæja það er gott að þér leiðist ekki og svo verða fleiri kúkableijur eftir 9 daga þá verður þú með þá 2 þú veist jú hvernig við beljurnar erum þegar við komum saman slettum úr klaufunum muuuuuuuu
Skrifa ummæli