Enginn þarf á öllum þeim fjölda hnífa að halda sem ein framleiðslulína stendur saman af.
Tökum sem dæmi kokkahnífinn, þann hníf sem mikilvægastur er, ólíklegt er að þú þurfir að nota þrjár mismunandi stærðir. Hvaða stærð hentar þér best veit hins vegar enginn nema þú. Best er að taka sér hnífinn í hönd, vagga honum yfir trébretti eins og þegar laukur er saxaður og finna hvernig hann liggur í hendi.
Stórir hnífar hafa þann kost að gott er að stýra þeim og þeir henta betur til þess að saxa og hakka. Litlir hnífar eru léttari og geta verið þægilegri í meðförum. Það er hins vegar ekki til nein algild regla hvaða stærð hentar hverjum og einum og oftast hefur sú regla gefist best að láta tilfinninguna ráða.
Hver kokkur, hvort sem hann er leikmaður eða atvinnumaður, velur sér sitt hnífasett samkvæmt eigin þörfum og geta þau verið samsett á marga mismunandi vegu. Segja má að 5 hnífar séu hverjum kokki nauðsynlegir.
Kokkahnífur, sveigjanlegur úrbeiningar- eða flökunarhnífur, kjöthnífur, grænmetis- eða spekkhnífur og brauðhnífur. Við þennan grunn getur síðan hver bætt því sem honum hentar. Hvort þú bætir laxahníf, skreytingahníf eða kokkahníf í annari stærð við fer eftir því hversu oft þú þarft að nota slíka hnífa.
Ekki eru til neinar algildar reglur um hvernig hníf er best að nota við hvaða tækifæri. Hvort þú hreinsar bein og sinar af kjötstykki með kokkahníf, flökunarhníf eða úrbeiningarhníf er einfaldlega hvers og eins að ákveða. Auðvitað er best að nota hvern hníf í þeim tilgangi sem honum er ætlaður, laxahnífinn til að sneiða lax og úrbeiningar-hnífinn til að úrbeina, en hver verður auðvitað að gera það sem honum finnst þægilegast. Hins vegar ætti aldrei að skera kjöt eða grænmeti með tenntum hníf. Tennurnar rífa í það sem skorið er, skaða fasa kjöts og grænmetis og geta þar með haft áhrif á bragðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ok nú er ég orðin hrædd þú ert að tala svo mikið um hnífa
Blessaður "granni"!!
Var nú bara að finna þessa síðu þína, og verð ég nú bara að segja að það eru skemmtilegar og fróðlegar uppl. á síðunni en mundu bara "stærðin skiptir ekki máli". Ég vona að það verði fleiri gagnlegar færslur í framtíðinni.
Kv, uppáhalds granninn þinn
Sæll félagi
Takk fyrir innlitið á síðuna mína og kveðjurnar ;-)
Við vonum að þið fjölskyldan hafið það gott
Hilsen
Fjóla
Hey, bara duglegur að blogga... Annars ánægður með þennan pistil hjá þér, nenni yfirleitt ekki að lesa svona löng blogg en ég hélt athyglinni allan tímann.
Annars er næstumþví hægt að taka út orðið hnífur/hnífar og setja inn linsa/linsur ... en hvað eiga kokkar að gera við linsur...
Kv. Single Flame
Hæ:)
Pabbi segir að þér er velkomið að hafa samband við hann:)
svo núna er bara að senda e-mail til gamla manninn:)
Skrifa ummæli