þriðjudagur, febrúar 06, 2007

VÁ BLOGG....

Þetta er eflaust hvað sumir eru að hugsa núna, þ.e. af einhver kíkir á þessa síðu ennþá. Gefum okkur að það sé einhver sem ennþá er trúfastur og vill að eitthvað gerist á þessari blog síðu og þess vegna ætla ég að skrifa hérna nokkrar línur.

Þá þarf ég bara að finna eitthvað til þess að skrfa um!!!!

Hmmmmm.....

Átti afmæli um daginn. Dagurinn var fullkominn. Ég gerði nákvæmlega það sem mér finnst skemmtilegast, ELDAÐI og BAKAÐI. En það fylgir því náttúrulega uppvask og þar sem að Viktor vildi bara vera hjá Mömmu sinni þá þurfti ég að sinna því líka. Ég eldaði lambafile með kartöflu sátum og brunois grænmeti (rótargrænmeti í teningum). Gómsætt, tekið upp úr Matreiðslubók Íslenzka Lýðveldisins. Bakaði svo litla súkkulaði köku, bient úr kassanum og vöfflur eftir Ömmu uppskrift (klikka aldrei). Bauð Jóa og Rögnu í síðdegiskaffi og svo Röskurum síðar. Alltaf gaman að vera í góðra vina félagsskap.

Ætti að vera að læra núna, er að byrja að lesa The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald og svo þarf ég að lesa To The Lighthouse eftir kerlingaherfina Virginia Wollf. Semsé nóg að gera hjá Ágústi í lestir, svo er það spurning um hvenar eða hvort hann einhverntímann byrjar á þessu öllu saman. Svo er það að finna eitthvað til að skrifa um í BA verkefninu mínu sem ég þarf að skila þann 1. september. Þarf að vera búinn að finna efni og skila inn drög að heimildarskrá fyrir 1. mars n.k. Er allavegana búinn að ákveða það að skrifa eitthvað með þýðingar, eflaust eitthvað með það að gera hvað það er erfitt fyrir greyi Danana að þýða eitthvað yfir á ensku...

Er þetta ekki nóg í bili....meira síðar CIAO

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU með afmælið!!

Furugrundarhyskið

Nafnlaus sagði...

Sæll

Við skoðum alltaf bloggið hjá þér, maður trúði því alltaf að þú kæmir aftur. Til hamingju með afmælið!!

Kveðja
Steini, Mæja og bumbubúinn

Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn, og til hamingju með að vera kominn í bloggheima aftur.
kv.
Berglind

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með afmælið - gott að afmælisdagurinn var eins og þú vildir hafa hann :)
gaman að sjá að þú ert farinn að blogga aftur
hilsen hilsen Þórdís