mánudagur, janúar 14, 2008

Nýr einkunarskali í Danmörku

Ég veit að það er nú svolítið seint að vera að tala um þennan blessaða skala sem nú er verið að nota í fyrsta skiptið. Fyrir þá sem ekki vita um hvað ég er að tala þá er kominn svokallaður 7-trins skali sem að samanstendur af 7 einkunum, sú lægsta er -3 og sú hæsta 12 svo eru þarna á milli 00, 02 (sem er nóg til að standa =5 á íslenskum skala), 4, 7 og 10. Þetta er náttúrulega ekki rökrétt einkunnargjöf en svona er þetta víst, þetta á að hjálpa öllum segir Ríkið en...

... í dag var ég að skila inn áætlun fyrir munnlegt próf sem ég tek nú í lok janúar og hitti þar á nokkra góða kennara sem hafa kennt mér í gegnum tíðina. Ein var að kvarta yfir þessum einkunarskala og lýsti því yfir að það væri mjög erfitt að gefa einkunn eftir þessum skala (þessi blessaða kona er Bresk og umræðurnar fóru fram á Ensku), þar koma inn tveir karlmenn og annar (sem aldrei getur þagað) segist alveg vita afhverju stjórnvöld kæmu með svona asnalegan skala. Þetta væri einfaldelga til þess að losna við Svía úr læknanámi í Danmörku. Ég hló. Svo hélt hann áfram að það væri einfaldega nauðsynlegt fyrir svía að koma til Danmerkur því að þeim vantaði svona háar einkunnir (maður gat fengið 11 og 13 áður) því að greyjin væru ekki svo klár í kollinum, þetta væru óttalegir páfagaukar. Ég hélt áfram að hlægja. Konu greyjið var nú ekki að skilja þetta enda ekki Dönsk og ekki Sænsk. Ég gat nú ekki lengur þagað og spurði manninn hvort að þessi kenning hans gengi yfir íslenska læknanema í Danmörku, hann horfði á mig og sagði: "You Northern people come here to buy stuff, I don´t hate people from Iceland but I really do hate Swedes" (Þið Norðanfólk komið bara hingað til að kaupa hluti, ég hata ekki fólk frá Íslandi en ég hata Svía). Ég hló, og konugreyjið fór bara, engu skilningsríkari í þessu blessaða einkunarkerfi hjá Dananum.

Svona var nú lífið í Syddansk Universitet í dag kl. 10.06.
Lifið heil

Engin ummæli: