föstudagur, ágúst 22, 2003

KAFFI, HVÍTVÍN og GOT SPJALL

Þetta eru undirstöðurnar í góðu föstudagskvöldi. Jói, Ragna, Hrund og Birkir voru að fara eftir að hafa komið í borgina úr sveitinni bara til þess að fá sér kaffibolla og smá slúður. Reyndar getum við bara slúðrað um hvort annað því að við erum þau einu sem að hittumst reglulega, reyndar þekkja Jói og Ragna einhverja fleiri hér í Danmörku og við fáum stundum fréttir af þeim...alltaf gott að slúðra svolítið.
Sigurrós (bekkjarsystir mín úr Grunnskóla Þorlákshafnar)hringdi líka í kvöld og það var gott að heyra í henni hljóðið, við höfum ekki talað saman, hvað þá hist almennilega síðan í 10 bekk (fullt af árum síðan). Við ætlum að heyrast betur í næstu viku og reyna kanski að hittast....það verður nú örugglega gaman.
Annars er það lítið sem að er að frétta, ég var í verklegu eldhúsi í dag...sultaði heil ósköp af alskyns dótaríi. Bjó til Perumarmelaði, Afrískt chutney og sultaði kumquats .

Þetta var allt mjög gaman, smakkaði líka heita lifrakæfu, og ég verð nú bara að segja það að mér fannst hún skratti góð...

Ég set kanski einhverjar uppskriftir inn á heimasíðuna mína þegar hún verður komin í gagnið......
Þangað til þá ...

Engin ummæli: