Jæja þá er enn einn dagurinn búinn...
Í dag var ekkert í skólanum nema kjötiðn (slagter) og við fengum það verðuga verkefni að gera liverpostej (lifrarkæfu) og medestair pulse (skýrir sig sjálft). Þetta var aldeilis fínt, ég smakkaði í annað sinn heita lifrarkæfu á nýbakað brauð og ég verð að segja það að þessu gæti ég alveg vanist. Fínasti matur alveg hreint. Bekkjabræður mínir ákváðu að fara í átkeppni og kanna hver gæti sproðreist flestum pylsum og sigurvegarinn stóð uppi (eiginlega samt ekki hann var svo yfir sig saddur að hann gat sig hvergi hreyft) með 12 medestair pylsur sem eru eiginlega á stærð svona mitt á milli pulsu og bjúga. Sko ég var alveg að gefast upp með 2, úfffúfff...
Annars er ekkert merkilegt að ske hjá okkur Þóru, hún bullar bara og er farin að svara mér á dönsku og svo verður hún bara vandræðaleg og afsakar sig, en það er samt ekkert að afsaka...
Við erum annars búin að vera að skoða bíla hér í DK og erum á því að bíða með það því að þetta kostar allt peninga sem að við eigum til en erum ekki til í að eyða í augnablikinu...!!!
Ég er farinn að hlakka verulega til að hitta á hana Sigurrós skólasysir mína frá Þorlákshöfn, það er alltaf gaman að rifja upp gamlar syndir (hehehe) ekki það að ég hafi neitt á hana hún var alltaf svo stillt!!! En það gæti verið að hún hafi einhverjar sögur af mér að segja, ég man aldrei neitt, ég er svo gleyminn, enda líka stuttur í annan endann!
Allavegana, ég ætla að fara undirbúa skólann á morgun, Danska og eitthvað fleira??? Ég veit aldrei í hvað ég er að fara, þetta heitir svo skrítnum nöfnum að ég botna ekkert í þessu...
Þangað til þá...tjá (ciao)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli