mánudagur, október 06, 2003

Jæja, þá er það að segja frá helginni og þessum merka degi sem er í dag (þ.e. mánudagur)...

Helgin fór fram hjá mér heldur fljótt, við vorum komin í rúmið um kl. 22 á föstudagskvöldið, ætli maður sé ekki bara orðinn gamall???

Á laugardaginn ákváðum við að kíkja í Rosengaard Center, sem er verslunarmiðstöð hér í bæ. Það gekk ágætlega nem að ég hóstaði í 2 klst. samfleytt vegna reykinga alla hinna sem voru í "mollinu" á sama tíma og ég. Djöfull reykja Danir mikið, þetta er alveg viðbjóðslegt...
Við náðum að kaupa okkur míkrafón á PC vélina okkar svo að við getum talað við familíuna á Íslandi í gegn um netið...við erum orðin svo tæknivædd.....svo kostar þetta líka minn en að hringja úr venjulegum síma...
Við náðum líka að versla eina jólagjöf, maður er farinn að hugsa svo mikið um þetta að maður er alltaf leitandi af jólagjöfum og það eru ekki nema 2 1/2 mánuður til jóla...

Á sunnudaginn þá vöknuðum við snemma og ég bakaði eplaköku (ljúffeng) og svo hringdi ég í sveitina til Jóa og Rögnu til að kanna hvort að þau ættu ekki kaffi handa okkur Þóru. Svo hjóluðum við í sveitina, en við tókum svona útsýnisleiðina, við vorum að prufa nýja leið og við beygðum til vinstri í staðinn fyrir að beygja til hægri...hjóluðum svona sirka 3 km í vitlausa átt, en það var allt í lagi, hefði kanski mátt vera aðeins heitara...

Í dag, mætti ég svo í skólann til þess að hefja MODUL 2 í nýjum bekk, og ég var svolítið stressaður, ný andlit og svona....en viti menn, þetta var ekkert mál. Ég sat við hliðina á strák sem heitir Daniel, og hann spjallaði við mig eins og við værum æskuvinir og þetta var bara fínn dagur. Náttúrulega þá er maður kominn í enn eitt hópverkefnið en það er í lagi því að verkefnið sem við fengum er um Sauðkindina....ekki kanski þá Íslensku en svona almennt, eftir að ég kom heim úr skólanum þá er ég búinn að skoða www.lambakjöt.is og reyna að þýða upp úr því, vegna þess að Danir eru ekki mikið hrifnir af lambakjöti svona almennt, meira að segja stelpa sem er með mér í hóp kom alveg að fjöllum (hlítur að hafa komið frá Noregi eða Svíþjóð, allavegan eru engin fjöll í DK, hehehehehe) og spurði okkur hvort að fólk borðaði virkilega lambakjöt....pæliðíði....

En nú er komið kvöld og ég ætla að horfa á Everybody loves Raymond og svo á Robinson Ekspidition sem er eins og Survivor nema á dönsku og örlítið raunverulegra (þegar einhver slasar sig þá sér maður læknin og sjúkraliðið koma og do their stuff)...

Góðar stundir

Engin ummæli: