KLEINUPOTTUR....LOKSINS
Ég fór í dag, þar sem að það var enginn skóli hjá mér, og röllti aðeins um miðbæ Odense í rigningunni. Ég kíkti í Magasín og viti menn.....þar fann ég kleinupottinn minn....ég var reyndar búinn að sjá hann áður en ég týmdi ekki að kaupa hann því að verðmiðinn sagði 799 d.kr. En í dag, já í dag fann ég pottinn á aðeins 350 d.kr. og ég keypti hann. Þetta er svona það sem ég kalla pottpottur, en hann er búinn til úr níðþungu pottjárni og er svona solid, eins og góður kleinupottur á að vera. Ég er svo hamingjusamur, það er aldrei að vita nema að maður baki kleinur á næstu dögum.....loksins, nýbakaðar kleinur, vonandi svona Ömmu-style.....þær eru bara svo góðar....
Nú er það bara að kaupa svona rafmagnshellu, kíkja í sveitina og baka kleinur og jafnvel líka flatkökur...bara svona til að prufa (ég hef aldrei bakað svona, Amma hefur alltaf gefið okkur svona fyrir jólin).
Hér er linkur á heimasíðu pottaframleiðandans, ég væri sko alveg til í að eiga línuna frá þeim, tilvalið til að elda á gasi og svona(mig vantar reyndar gasið en það kemur)...
Annars er eitthvað lítið að frétta, ég er ennþá með þetta helv....kvef og hósta og Þóra er búina ð hóta mér lækni ef að þetta fer ekki að lagast....ég er alltaf að sötra á einhverju hóstasaftsulli en það virðist ekki ætla að virka....
Svo eru bara 3 dagar í frí, og það verður nú gaman...eins og oft hefur komið fram þá erum við Þóra á leiðinni til Noregs og svo til Þýskalands í verslunarleiðangur...
Við fáum bílaleigubílinn á föstudaginn um kl. 14.00, þá ætla ég með hjólið mitt í uppherslu og svona vetrarlagfæringar og svo ætla ég að taka strætó til að taka við kagganum sem er í stærðarflokki B, en verður vonandi í stærðarflokki C (B bílar eru oft ekki til þannig að maður fær þá bara stærri)....en þetta kemur allt í ljós.
Annað í fréttum þá er búið að plata mig í Þorrablótsnefnd fyrir IFO, en mér fynnst það svolítið fyndið svona miðað við það sem mér fannst um það eftir menninganótt, en maður á að gefa öllum annan séns er það ekki????? Mér er líka lofað stuði og skemmtilegheitum, svo kanski kynnist maður líka einhverjum hérna úti....
Þóra er alltaf að tala um svona Kolonihave, sem er einskonar garðar eins og eru í Skammadal, við sáum auglýsingu í dag í REMA 1000 þar sem að svona garður var auglýstur á 5000 d.kr og hann var 400 fm, með 2 eplatrjám, perutréi, kryddjurtagarði, rabbabaragarði, kartöflugarði og svo einhverju meir....svolítið spennó, en svona er ekki á dagskránni hjá okkur fyrr en fyrstalagi.....síðar...
Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili
Bæjó
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli