Já hann er loksins runninn upp, dagurinn sem að allir hafa beðið eftir (allavegana hér í DK). Þau Mæja og Frikki voru gefin saman í dag í Vores Frue Kirke í Kaupmannahöfn...mikil hátið þar..jú og Frikki bara grét þegar að Mæja gekk inn í kirkjuna og það var svona OHHhhhhhhh móment hjá öllum held ég...fallegt það..

Ég byrjaði aftur á móti með því að heimsækja lækninn minn hann Erik. Jú, ég er búinn að vera svo slappur undanfarið að ég ákvað að heimsækja einhvern prófessíónal sem að gæti sagt mér að ég væri veikur, og jú það gerði hann. Doks sagði mér að ég væri líklegast bara með svona mikið ofnæmi þessa dagana. Já ok sagði ég og hvað svo...jú sagði doksi, ég læt þig fá augndropa, nefsprey og sterkari ofnæmispillur sem að svæfa mann ekki, ok sagði ég, en engann helv...nefúða...og þannig stóð, ég fékk ný lyf og engann helv...nefúða...hehe
Annars á hann Ingvi (maðurinn hennar Sigurrósar) afmæli í dag, hann er hundgamall og ekki meira um það,nema að þau buðu okkur í vöfflukaffi og brúðkaupsútsendingu og það var mjög gaman...
Annars er maður bara búinn að vera að glápa á allt fína fólkið í dag, og haldiði ekki að hún Dorrit sé fulltrúi Íslands, því að grísinn þorði ekki að láta Dabba ráða landinu í nokkra daga, skiljanlegt finnst mér.
Já þið getið skoðað myndir frá hátíðinni miklu í dag hér...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli