sunnudagur, júní 20, 2004

Sunnudagurinn 20. júní 2004.

Já þá er hann runninn upp þessi blessaði sunnudagur sem að ég hef "hræðst" síðan í vetur einhverntímann. Þetta er sunnudagurinn sem að hún Þóra mín yfirgefur mig fyrir Ísland í 6 vikur. Þetta er ekki mikið skemmtilegur sunnudagur.

En svona að bjartari málum þá eru þetta ekki nema 6 vikur og þær eru mjög fljótar að líða, svona yfirleitt. Maður hefur svosem nóg að gera, Ingvi og Sigurrós eru að flytja næstu helgi (já þau eru að yfirgefa okkur og fara heim til Íslands). Jú svo á ég þetta fína fjallahjól sem að ég hef nú hug á að nota eitthvað í skóginum og svona. Svo verð ég með svona kolonihave (lítill garður með litlu sætu húsi).

Ég vona bara að ég hafi nóg að gera...

Jú, svo er ég náttúrulega að byrja að vinna þann 26. júlí 2004 kl. 10.00 stundvíslega. Ég er nokkuð spenntur yfir því...

Jæja, ætli ég eyði ekki seinustu stundinni í dag með henni Þóru minni...

Síðar...

Engin ummæli: