Fínt veður og fótbolti...
Já í dag er bara búið að vera fínt veður, ég er búinn að hjóla í kring um 20 km og bara nokkuð sáttur við lifið...
Ég skrapp í Bilka í dag til að ná mér í buxur á tilboði og saumavél handa henni Þóru minni, henni er búið að langa í svoleiðis græju lengi þannig að nú fór ég bara og keypti eitt stykki...
Einnig hringdi hann Jan frá Restaurant Skoven í mig í dag og boðaði mig í viðtal á morgun kl. 1300 en þá ætlum við að spjalla um laun og svona dótarí....
Jú svo er mikilvægur dagur hér í DK í dag en þá spila nágrannaþjóðirnar Svíþjóð-Danmörk í fótbolta á Evrópumótinu (EM) sem er í gangi núna þessa dagana. Já þeir ætla að kíkja nokkrir strákar héðan af Raskinu og við ætlum að syngja saman "Vi er røde, vi er hvide, vi står sammen, side af side" eða eitthvað, allavegana að horfa á leikinn.
Það hefur verið mikið talað um þennan leik og mér skilst að Ítalir sem eru með þeim í riðli séu eitthvað hræddir um að SVE og DK hafi gert samkomulag því að þessar þjóðir eru svoddan vinir, en það er nú þannig að ef að leikurinn endar með jafntefli þá eru SVE og DK komnir í 8 liða úrslit en Ítalía dettur út...það væri nú ekki leiðinlegt...
Nú auðvitar heldur maður með sínum mönnum Danmörku því að loksins er maður í landi þar sem að landsliðið í fótbolta getur eitthvað...þetta er alveg nýtt upplifelsi fyrir hvaða íslending sem er.
Jæja ætli það sé nú ekki komið nóg í bili, ég ætla að poppa smá popp fyrir strákana, en það má bæta því við hér að þeir Axel og Steini halda því fram að hér á heimilinu sé alltaf veisla og það er það sem að þeir eru að búast við í kvöld held ég...en þeir fá bara Poppkorn og öl....
.... ef að þeir verða stilltir...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli