Nýtt á vefnum...
Já ég var að vafra og fann þá nokkra spennandi hlekki sem að ég henti hér inn til hliðar. Fyrst ber að nefna veitingastaðinn NOMA (stytting á Nordatlantisk Mad) sem hefur á boðstólnum Íslenskt, Grænlenskt og Færeyskt hráefni eins og t.d. Skyr. Mjög spennandi. Svo var mér bent á desserta snilling sem að heitir Markus Grigo og ég gróf upp heimasíðuna hans og setti hlekk hér inn. Hann er svolítið geggjaður og er að leika sér svolítið með hráefnið í eftirréttum eins og best sést í Gæsalifrarísnum sem að hann er með uppskrift af í bókinni sinni. Ég hef smakkað þennan ís og hann er FRÁBÆR, Mmmmmm hann var góður.
Maðurinn á bakvið NOMA fær líka sína heimasíðu hér inn hjá mér, en hann heitir Claus Meyer og þykir nokkuð framarlega á sínu sviði sem að náttúrulega tengist mat og eftirréttum þó aðallega.
Eins og glöggir hafa tekið eftir þá er ég svolítið áhugasamur um eftirrétti þessa dagana og ég er alltaf að reyna að finna einhverja eftirrétti sem að ég hef ekki prufað áður. Við í eldhúsinu á Restaurant Skoven bjóðum meðal annars upp á Rauðbeðu ís innvafinn í lagkökubotn, borinn fram með Körvel sorbet (veit ekki hvað körvel er á íslensku en það er kryddjurt sem að líkist arfa).
Ég set líka inn hlekki fyrir súkkulaði elskendur en ég fann líka heimasíðu Chokoladeselskaben, eða súkkulaðifélagið (mætti orða það þannig), þar er fróðleikur og uppskriftir með náttúrulega súkkúlaði og svona.
Annars er lítið að frétta af mér, ég er að fara að fá helgarfrí í fyrsta skiptið í 9 vikur eða svo, þá á að nota tækifærið og elda góðan mat (vonandi) með Gumma og Freyju og Ársól. Á matseðlinum er Hákarl, Blue Merlin, Antílópa og Kengúra, svo kanski eitthvað sniðugt í eftirrétt ef að maður verður uppfinningasamur....
Þannig er nú það...en þið njótið bara lífsins.
Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli