mánudagur, september 27, 2004

Lambalæri og vinskapur í 1 ár.

Já það var sannkölluð íslenzk sunnudagssteik hér á boðstólnum í íbúð 2302 í gærkveldi. Okkur Þóru langaði svo í lamb þannig að Þóra fór í búðina á laugardaginn og keypti íslenzkt og ný sjálenskt lambalæri og svo buðum við fjölskildunni úr 3102 í mat. Þegar ég var að undirbúa matinn mundi ég allt í einu að það var í kring um 1 ár síðan við kynntumst einmitt yfir íslensku og ný sjálensku lambalæri í íbúð 1605 hjá þeim Ingva, Sigurrós og Nökkva kópavogsbúum (núna)...gaman af því. Ég kryddaði það íslenska með Lamb Islandia frá pottagöldrum og hitt lærið sprautu marineraði ég með Garlic/Rosmary marineringu frá Cajun Injector, nýjasta æðinu á íslandinu. Þetta var náttúrulega bara snilld.......

Annars er þetta allt við það sama....

Góðar stundir.

Engin ummæli: