mánudagur, nóvember 15, 2004

Fyndin hjón...

Já ég fór í bæinn í dag af því að TDC var að rukka okkur, aftur, fyrir skráningunni á heimasimanum okkar. Það kom svo í ljós að þeir hefðu gert mistök þannig að enginn er skaðinn skeður.

Það var nú ekki það fyndna í ferðinni. Ég kom við í SterioStudio (eða öfugt) og þegar ég kom út þá voru eldri hjón að gramsa í klám hillunni sem er alltaf fyrir utan búðina. Ekkert athugavert við það nema hvað að sú gamla var að gramsa með karlinum og rífa fram myndir og spyrja hvort að þetta sé ekki sú sem að honum langaði í og svo framvegis...mér fannst þetta bara svo fyndið að gömul hjón væru í þessu saman...ekki algeng sjón það.

Annars er ekkert að frétta af atvinnumálum hjá mér...þannig að ég fer bráðum að verða svolítið stressaður en það lendir vonandi eitthvað í fanginu á mér einhverntíman.

Þannig að það er í raun ekkert meira að segja í bili.

Ciao

Engin ummæli: