sunnudagur, nóvember 21, 2004

Smá bloggerí...

Já það er kominn tími til þess að blogga smá hérna, það er nú helst svona fyrir allra hörðustu aðdáendur frekar en hitt...

Já og þá er það að hugsa um hvað á að skrifa um...Ekki mikið að gerast, ég á 3 daga eftir í vinnu og svo er ég atvinnulaus og veit í raun ekki hvað ég á að gera. Veit bara að það verður nóg að gera í desember með það að koma heimilinu í rétt horf og skreyta og svona. Maður verður nú að hafa fínt í kring um sig þegar maður á von á gestum.

Við Þóra erum búin með allar jólagjafirnar nema til hvors annars og það er gott að vita af því að maður getur átt náðugan desember án þess að hafa áhyggjur af jólagjöfum, þá getur maður einbeitt sér að öðrum hlutum. Við skruppum til Kaupmannahafnar í gær til þess að versla seinustu gjafirnar og bara svona til þess að skoða í búðir. Við keyptum líka jólafötin á Kormák, en hann verður flottur í hvítum matrósarfötum.

Jú svo er drengurinn á leiðinni til Íslands. Þetta verður eins ferð og seinast, aðallega verið að heimsækja fjölskyldu, kissa gleðileg jól og að sjá afa og ömmu...Ég var að tala við Bergþór frænda og hann sagði að ég væri velkominn heim til hans að skera út laufabrauð með fjölskyldunni. Það er gleðiefni fyrir mig þar sem að mér finnst ekki vera jól nema að vera með laufabrauð, og ekki skemmir ef að maður hefur sjálfur skorið út í þau...

Næstu daga ætla ég að safna jólauppskriftum og skella hérna inn þannig að það er vel þess virði að fylgjast með fram að jólum (ég vona að ég standi mig í þessum loforðum)...

Gleðilega daga og guð geymi ykkur öll

Engin ummæli: