Gleðilega hátíð allir saman...
Já nú eru jólin gengin í garð og allt gott og blessað við það. Í gærkveldi vorum við fjögur hér á Elmelundsvej 4, Rasmus Rask kollegie. Mamma og pabbi eru nefnilega hjá okkur yfir hátíðirnar. Um kl 19.00 á staðartíma var fartölvunni skellt í samband við hljómflutningstækin og hlustað á messu í dómkirkjunni í Reykjavík, jú og borðað. Á matseðlinum þennan aðfangadag var laksatartar með piparrótarsósu í forrétt, hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, soðsósu, ávaxtasalati og heimagerðu rauðkáli. Í eftirrétt var Ris a l´amande en það mistókst eitthvað hjá kokkinum þannig að við gúffuðum bara í okkur smákökum og nammi.
Þegar búið var að ganga frá í eldhúsinu þá var sest niður í stofunni og byrjað að lesa á pakkana sem að voru undir jólatrénu okkar.
Ég vil þakka öllum þeim sem að gáfu mér pakka og sendu okkur jólakort þessi jólin, þetta var allt saman frábært.
Það sem að ég fékk í jolagjöf var: PlayStation tölva frá Þóru minni, bókin Íslenzk matarhefð frá Guðrúnu teingdamömmu minni, geisladiskurinn 12 íslenzk topplög með ÁMS frá fjölsk. Skildinganesi og svo fengum við Þóra náttúrulega fullt af flottum gjöfum saman.
Svo í dag á að taka lífinu með ró og hafa það notalegt.
Gleðileg jól allir saman og guð geymi ykkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli