Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það gamla...
Já þá er árið liðið ogg margt að hugsa um á nýju ári. Það helsta sem að bíður mín er að byrja í skóla og leita mér að samning til þess að ég geti nú kanski klárað þetta blessaða nám sem að ég er byrjaður á.
Annars er ekki mikið að segja frá seinasta ári, jú ég hitti fullt af gömlum vinum og gömul vináttusambönd endurnýjuðust og svo hitti maður jú náttúrulega fullt af nýju fólki og eignaðist nýja vini.
Ég vil bara þakka öllum vinum mínum fyrir að vera vinir mínir og ég vil óska öllum gleðilegs nýs árs....
Guð geymi ykkur og farið varlega með flugeldana...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli