Síðan seinast...
Þá hef ég verið á íslandi og gert margt og mikið þar. Ílengdist heldur betur mikið en það er nú önnur saga.
Ég lofaði á einhverri bloggsíðunni að ég skildi koma með uppskriftir fyrir jól og ef að ég geri það ekki í kvöld þá er það orðið of seint. Þannig að ég ætla að dæla hérna nokkrum góðum úr uppskriftamöppunni minni...
Njótið vel, Gleðileg (matar-)jól og við heyrumst svo hress og kát síðar.
Aquavit sorbet.
Fyrir c.a. 6
2 dl. Sykur
4 dl. Vatn
Stjörnuanís
Safi úr heilli sítrónu
Börkur af heilli sítrónu
2 dl. Gott, bragðmikið Aquavit (norskt eða danskt)
Setjið allt í pott fyrir utan Aquavit.
Sjóðið vel saman.
Síið sykurlögin.
Bætið Aquavit út í vökvan og frystið.
Til eru nokkrar leiðir til þess að frysta svona Sorbet.
Ein er að nota ísvél, en það er tiltölulega einfalt.
Önnur er að setja vökvann í skál og setja inní frysi og hræra í á ca. 20 mínútna millibili, en þá verður sorbetin svona Granitu/sorbets ís (grófur sorbet).
Erfitt getur verið að frysta sorbet með svo háu alkahólmagni en það er hægt að laga það með því að sjóða löginn meira niður til þess að lækka alkahólið í sorbetinum. Þessi aðferð á ekki að hafa áhrif á bragðið.
Gott er líka að nota aðra tegund af alkahóli í þessa uppskrift, ég hef t.d. prufað Campari (eyrnamerg) og hann er líka þrusugóður.
Inbakökuð kjúklingabringa, fyllt með sveppakremi
Fyrir 2
1 plata Smjördeig
4 stk. Kjúklingabringur
250 g. Sveppir
Smjörostur með graslauk (eða kryddjurtum)
Ferskur graslaukur eða kryddjurtir
Salt og pipar
4 sneiðar Skinka (eða þurrskinka)
Rúllið smjördeigsplötuna út og skerið hana í 4 strimla.
Skerið vasa í hverja bringu.
Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar.
?Svitsið? þá í smá smjöri og kryddið með salti og pipar.
Hrærið sveppina saman með ostinum ásamt graslauknum (eða kryddjurtunum) og setjið í vasana á bringunum.
Pakkið bringunum fyrst inn í skinkuna, svo að vasarnir haldist lokaðir.
Pakkið þeim þvínæst í smjördeigið.
Bakið pakkana í 25 mínútur við 220°C og berið fram með salati eða léttsteiktu grænmeti.
Hunangsbakaður Brie...
Fyrir 4
4 blöð Ríspappír eða Filodeig
4 msk. Akaciehunang
250 g. Brie
Rucolasalta (klettasalat)
Og blandað salat
1 fl. Stout bjór
1 dl. Hlynssýróp
Ólífolía
Hvít balsamico
100 g. Rabbarbari
25 g. Trönuber
50 g. Flórsykur
Graslaukur til skrauts
Leggið Brie á eitt blað af deigi og ?smyrjið? hunangið á ostinn.
Brjótið deigið saman þannig að það myndi lítinn pakka eða lítinn poka.
(það er hægt að nota tannstöngul til þess að halda deginu saman.)
Bakið í ofni við 200°C í ca. 10-15 mínútur eða þar til deigið er orðið stökkt og gullin brúnt.
Sjóðið stout og síróp saman niður í kröftugt síróp, kælið og notið sem skraut við framreiðslu.
Sjóðið rabbarbara og trönuber saman með flórsykri og örlitlu vatni þannig að það myndi svona einskonar graut (kompot).
Finnið til og skolið salatið vel og veltið því með hvítri balsamico og ólífuolíu, salti og pipar.
Setjið salatið á disk, volga ostinn ofaná og kompotinn til hliðar. Myndið hring um þetta allt með stout sírópinu. Puntið með graslauk (svona eins og t.d. 2 stykkjum á disk)
Berið fram strax.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli