Já það er ekki laust við það að það hafi ringt svolítið undanfarna daga hjá okkur í Danmörkinni. Það er hollt fyrir tréð sem að ég þarf að flytja í Kolonigarðinum okkar, en ekki svo gott fyrir mig ef að ég á að vera duglegur við að hjóla í skólann....maður hreinlega bara nennir ekki að koma rennnandi blautur og svo líka sveittur í þokkabót í skólann og sitja kanski í blautum fötum í heilann dag er ekki beint uppáhald hjá mér.
Fór annars að spila fótbolta í gær með Ísafold. Gekk fínt að minni hálfu allavegana (að mér finnst), að sjálfsögðu ringdi það mikið að völlurinn fór á flot á tímabili og þetta líktist aðallega vatnapóló. Lék mína venjulega stöðu, hægri bak, átti fínar reddingar og ég held að ég geti sagt að ekkert alvarlegt gerðist á meðan ég var í minni stöðu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleikst þá var ég tæklaður illa rétt fyrir neðan hné sem er náttúrulega stórhættulegt, guttinn fékk gult og þar af leiðandi 10 mínútur út af, ég varð að fara útaf líka til að jafna mig aðeins, en við vorum ekki með skiptimann fyrr en í seinni hálfleik. Er með flottar stríðsrendur á sköflungnum eftir takkana hjá andstæðingnum, sé það núna að þetta hefði geta farið rosalega illa en sem betur fer þá......
Á föstudaginn var hið árlega haustgrill Rasmus Rask. Ótrúlegt hvað fólk getur ekki pælt í einu né neinu, mæta á staðinn og ætlast til að grillin séu heit og tilbúin en dettur ekki í hug að koma með sín eigin og gera klárt fyrir sig og sína. En svona er þetta víst bara. Eftir matinn var sungið og trallað á gíta, langt síðan það hefur gerst hér á RRK. Þetta var heljarinar fjör en ég var farinn heim um kl. 23.30, nennti ekki meir...
Hvað meira....
Haukur og Heiðrún eru orðin foreldrar. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ. Eignuðust lítinn strák, 16 merkur og hann er rosalega myndarlegur. Ætlum að kíkja á þau á eftir, hlakka til að sjá krílið.
Annað er það ekki í bili...stutt í haustfrí hjá mér og þá verður gert eitthvað skemmtilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Hæ
Það er nú aldeilis gott að heyra að allt er í góðum gír í DK og að allir eru kátir, við erum líka kát og hress í Leirubakkanum.
Kv.
Ágúst Þ.
Skrifa ummæli