30 kílómetra hjólatúr er alltaf hressandi
Já, þannig var það nú í gær að við héldum af stað sex fullorðin og tvö börn í hjólreiðatúr sumarsins (eða eitthvað).
Tíminn 11.00.
Áætlaður komutími: ??.??.
Áfángastaður: Langesø.
Lengd: 14,5 kílómetrar (hvor leið).
Við héldum af stað í blíðskaparveðri, sól og miklum hita (það var nú samt svolítið mistur fyrir sólinni) og var stemmningin barasta góð...Við hjóluðum og hjóluðum og svo á endanum þá komum við að Langsø og var þá tekið upp einnota grill og skellt á það íslenzkum SS pylsum og dönskum pylsubrauðum en allt þetta var smurt með alíslenzku SS pylsusinnepi. All svaðalega gott eftir 15 km. hjólatúr. Þegar var búið að næra sig og væta, þá var haldið inn í skóginn þar sem við fundum svona eins konar BootCamp fyrir börn á öllum aldri. Kom upp mikið keppnisskap í fólkinu og hófust leikar á milli kynja. Haldið hefur verið fram að kvenkynið hafi unnið vegna þess að einn leikmaður karlkynsins (ég) hafi svindlað en ég fann bara styttri, einfaldari leið í gegn um þrautirnar...
Allavegana, þegar var búð að svitna svolítið var kominn tími á að halda heim á leið. Þegar við vorum búin með ca. 1/3 af leiðinni punkteraði hjá honum Gumma, en það sló nú ekki karlinn út af laginu því að hann var með allar græjur til dekkjaskipta; latexhanska, tvo borðhnífa og bætur...Okkur Ingva fannst eins og við höfðum aldrei séð svona dekkjaskipti í formúlunni en Gummi virtist alveg vita hvað hann var að gera...
Þegar þetta var allt yfirstaðið þá var haldið af stað aftur og ekki stoppað fyrr en fannst einn leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina. Þar var stoppað í smá stund en svo haldið áfram, en í þetta skiptið var áætlunarstaðurinn Kolonihaven hjá Gumma, Freyju og Ársól. Var þetta kærkomið stopp því að allir voru orðnir úrvinda af þreytu og farið að þjást úr vatnsskorti.
Eftir stutt stopp var farið heim í sturtu og svo hist aftur heima hjá Sigurrósu, Ingva og Nökkva til þess að drekka og borða góðan mat. Grillaðar voru nautasteikur sem aldrey fyrr (ó maður hvað þær voru nú góðar). Ekki var eftirmaturinn af verri endanum. Ferskir ávextir og súkkulaðifondue....mmmmmmmm.... og svo var drukkið til svona miðnættis en þá var hann Óli Lokbrá farin að vera ansi þungur og ákveðið var að slútta þessu yndæla degi......
Takk fyrir frábæran dag....næst þá gistum við einhversstaðar......!!!
mánudagur, maí 31, 2004
miðvikudagur, maí 26, 2004
Salan gekk eftir óskum...
Jú það er sko hægt að segja að salan hafi gengið að óskum. Ég er nú ekki seldur ennþá en það var þessi áhugi hjá einum kokki sem að sagðist hafa þurft að hitta mig vegna þess að það hefðu tveir kokkakennarar talað við hann um mig (jeiiii)..
Hann heitir Jan (held ég) og hann er yfirkokkur á Restaurant Skoven, sem er í fallegu umhverfi í Fruens Bøge sem er skemmtilegur garður hér í Odense...
Já þannig er nú það, annars er lítið annað að frétta. Mér fannst alveg gríðarlega gaman að sjá þess ungu kokka framreiða matinn á fynskemesterskab. Ég eyddi meira og minna öllum deginum í það að horfa á fjórar manneskjur borða og krítisera matinn hjá þessum krökkum. Ég veit reyndar ekki hver vann, en málið er að eftir ca. 3 ár þá á ég nú kanski eftir að vinna þessa keppni og þá verður glatt á hjalla....
Góðar stundir
Jú það er sko hægt að segja að salan hafi gengið að óskum. Ég er nú ekki seldur ennþá en það var þessi áhugi hjá einum kokki sem að sagðist hafa þurft að hitta mig vegna þess að það hefðu tveir kokkakennarar talað við hann um mig (jeiiii)..
Hann heitir Jan (held ég) og hann er yfirkokkur á Restaurant Skoven, sem er í fallegu umhverfi í Fruens Bøge sem er skemmtilegur garður hér í Odense...
Já þannig er nú það, annars er lítið annað að frétta. Mér fannst alveg gríðarlega gaman að sjá þess ungu kokka framreiða matinn á fynskemesterskab. Ég eyddi meira og minna öllum deginum í það að horfa á fjórar manneskjur borða og krítisera matinn hjá þessum krökkum. Ég veit reyndar ekki hver vann, en málið er að eftir ca. 3 ár þá á ég nú kanski eftir að vinna þessa keppni og þá verður glatt á hjalla....
Góðar stundir
þriðjudagur, maí 25, 2004
Já það er þessi helv... mótvindur...
Fólk er greinilega svolítið áhugasamt um þennan mótvind minn...
Þannig er það nú að ég hjóla framhjá stórri lóð á hverjum degi sem kallast Dyrskudpladsen og þar er alltaf mótvindur. Alveg sama hvort að ég hjóla til eða frá skóla. Þetta er nú eitt dæmið um þennan helv... mótvind.
Annarskonar mótvindur er eins og ég lenti í í gær (mánudag). Það virtist vera alveg sama í hvaða átt ég hjólaði það var alltaf mótvindur, ég reyndi held ég allar áttir, en vindurinn (sem hefur örugglega þefað upp pirringinn í mér) blés alltaf á móti mér, og ef eitthvað þá blés hann alltaf harðar og harðar....helv...mótvindur.
Þriðji mótvindurinn sem að allir lenda í er svona meira andlegur mótvindur, og ég hef nú lent í þeim nokkrum í gegn um tíðina, en ég held að sá mótvindur hafi fokið í burtu fyrir nokkru því að ég er nokkuð bjartsýnn á framtíðina (nema þegar ég þarf að fara að vinna á Mona Rosa, þar sem að allir halda að ég sé hálviti og eru alltaf að "kenna" mér nýja hluti eins og hvernig er best að skera með kokkahníf og svo framvegis, en ég ætla mér að þrauka sumarið).
Þetta er nú allur mótvindurinn sem að ég er að tala um, þá er ég aðallega að meina þessa tvo fyrstu...hehe (ekkert alvarlegt, nema þessi helv... mótvindur alltaf).
Annars er lítið að frétta, ég hitti enn einn kokkinn í dag, Carl Kopp Jensen, en hann er yfirkokkur á Hotel Knudsens Gaard. Flott hótel, honum vantar ekki nema fyrr en í Jan/feb á næsta ári, en það er allt í lagi því að ég er búinn að fá inn í skólann fyrir næsta haust...já ég ætla að vera að leika mér á Bakarabraut í nokkra mánuði, ef að ég fæ ekki samning fyrir haustið þar að segja...
Jæja, klukkan er orðin margt og ég þarf að vakna snemma til þess að fara að vinna við kaffihús í skólanum á morgun, en það er einmitt Fynsmesterskaberne hjá kokka-og þjónanemum á morgun...fullt af fólki, og vonandi fullt af yfirkokkum og eigendum sem að ég get hitt og selt mig fyrir (ég er klár með fullt af umsóknum).
Já þannig er nú það...helv...mótvindur(hehe)
Fólk er greinilega svolítið áhugasamt um þennan mótvind minn...
Þannig er það nú að ég hjóla framhjá stórri lóð á hverjum degi sem kallast Dyrskudpladsen og þar er alltaf mótvindur. Alveg sama hvort að ég hjóla til eða frá skóla. Þetta er nú eitt dæmið um þennan helv... mótvind.
Annarskonar mótvindur er eins og ég lenti í í gær (mánudag). Það virtist vera alveg sama í hvaða átt ég hjólaði það var alltaf mótvindur, ég reyndi held ég allar áttir, en vindurinn (sem hefur örugglega þefað upp pirringinn í mér) blés alltaf á móti mér, og ef eitthvað þá blés hann alltaf harðar og harðar....helv...mótvindur.
Þriðji mótvindurinn sem að allir lenda í er svona meira andlegur mótvindur, og ég hef nú lent í þeim nokkrum í gegn um tíðina, en ég held að sá mótvindur hafi fokið í burtu fyrir nokkru því að ég er nokkuð bjartsýnn á framtíðina (nema þegar ég þarf að fara að vinna á Mona Rosa, þar sem að allir halda að ég sé hálviti og eru alltaf að "kenna" mér nýja hluti eins og hvernig er best að skera með kokkahníf og svo framvegis, en ég ætla mér að þrauka sumarið).
Þetta er nú allur mótvindurinn sem að ég er að tala um, þá er ég aðallega að meina þessa tvo fyrstu...hehe (ekkert alvarlegt, nema þessi helv... mótvindur alltaf).
Annars er lítið að frétta, ég hitti enn einn kokkinn í dag, Carl Kopp Jensen, en hann er yfirkokkur á Hotel Knudsens Gaard. Flott hótel, honum vantar ekki nema fyrr en í Jan/feb á næsta ári, en það er allt í lagi því að ég er búinn að fá inn í skólann fyrir næsta haust...já ég ætla að vera að leika mér á Bakarabraut í nokkra mánuði, ef að ég fæ ekki samning fyrir haustið þar að segja...
Jæja, klukkan er orðin margt og ég þarf að vakna snemma til þess að fara að vinna við kaffihús í skólanum á morgun, en það er einmitt Fynsmesterskaberne hjá kokka-og þjónanemum á morgun...fullt af fólki, og vonandi fullt af yfirkokkum og eigendum sem að ég get hitt og selt mig fyrir (ég er klár með fullt af umsóknum).
Já þannig er nú það...helv...mótvindur(hehe)
mánudagur, maí 24, 2004
Helgin...
Já hún er víst liðin greyið....
Lítið gert, var að vinna á föstudag og laugardag, en á sunnudag fórum við Þóra og viðruðum fjallahjólin okkar...svaka gaman ákváðum bara að hjóla...eitthvert. Okkur var alveg sama..ákváðum samt að kíkja í sveitina og kanna hvort einhver væri þar heima, jú þeir feðgar voru heima að horfa á formúluna... stoppuðum þar í smá tíma og hjóluðum þá í áttina heim til okkar...komum við í kolonihave, bara afþví að við sáum bílinn hjá Freyju og Gumma...þau voru hress að fara að borða, þá komst ég að því að ég var orðin svangur og langaði þá heim að borða líka....og svo er bara kominn mánudagur og ég er að verða of seinn í vinnuna...ciao
Já hún er víst liðin greyið....
Lítið gert, var að vinna á föstudag og laugardag, en á sunnudag fórum við Þóra og viðruðum fjallahjólin okkar...svaka gaman ákváðum bara að hjóla...eitthvert. Okkur var alveg sama..ákváðum samt að kíkja í sveitina og kanna hvort einhver væri þar heima, jú þeir feðgar voru heima að horfa á formúluna... stoppuðum þar í smá tíma og hjóluðum þá í áttina heim til okkar...komum við í kolonihave, bara afþví að við sáum bílinn hjá Freyju og Gumma...þau voru hress að fara að borða, þá komst ég að því að ég var orðin svangur og langaði þá heim að borða líka....og svo er bara kominn mánudagur og ég er að verða of seinn í vinnuna...ciao
miðvikudagur, maí 19, 2004
mánudagur, maí 17, 2004
Hæ hó og jibbí jei, það er kominn 17.....Maí(???)
Já í dag er þjóðhátíðardagur Noregs og þeir fagna þessum dýrðar degi með þvi að flytja hamingjuna til Danmerkur og þá sérstaklega til mín og Þóru, því að við fengum bæði góðar fréttir í dag....
...Þóra er búin að fá að vita hvar hún verður að vinna í sumar, hún vissi að hún yrði hjá Skeljungi en í dag þá fékk hún að vita það að hún verði á skrifstofunni....jeiiii
...Ég fékk aftur á móti sumarvinnu í dag...hérna úti í Danmörku...Staðurinn heitir Mona Rosa og er svona mexíkóskt steikhús, ekkert svona svaða klassa en samt fínn, og góður matur....þannig að jeiii fyrir því líka (brosbros)
Annars var þetta blessaða júróvisíon á laugardaginn, og ég er bara á þeirri skoðunn að Íslendingar ættu barasta að hætta þessu gauli. Þessi svaða hetja okkar Íslendinga hann Jónsi var hreint og beint alger hörmung á þessu sviði þarna í Fjarskanistan. Mér fannst umgjörðin heldur ekkert rosalega mikil og kynnarnir voru alveg hlægilega lélegir...
Í keppninni á miðvikudaginn þá stóð eitt lag langt fyrir ofan öll hin í gæðum og hressleika, og það endaði líka á því að vinna. Þannig að til hamingju Úkranía...
Svo á sunnudaginn vaknaði ég galvaskur og fór með þeim Freyju og Ársólu (harðstjórum) í kolonihaven þeirra til að hjálpa þeim við smá málningavinnu, drífa þetta af svo að það sé hægt að sitja þarna í rólegheitum með bjór í annarri og grillmat í hinni eins og sagt hefur verið einhversstaðar....
Já, sko alltaf eitthvað að gerast...
p.s. Til hamingju Sros með hann Nökkva þinn, ekki bara það að hann verði prins í DK, heldu verður hann fótboltahetjuprins í DK....jeiiii með það (kanski að ég fái þá vinnu hjá honum hehe)
Já í dag er þjóðhátíðardagur Noregs og þeir fagna þessum dýrðar degi með þvi að flytja hamingjuna til Danmerkur og þá sérstaklega til mín og Þóru, því að við fengum bæði góðar fréttir í dag....
...Þóra er búin að fá að vita hvar hún verður að vinna í sumar, hún vissi að hún yrði hjá Skeljungi en í dag þá fékk hún að vita það að hún verði á skrifstofunni....jeiiii
...Ég fékk aftur á móti sumarvinnu í dag...hérna úti í Danmörku...Staðurinn heitir Mona Rosa og er svona mexíkóskt steikhús, ekkert svona svaða klassa en samt fínn, og góður matur....þannig að jeiii fyrir því líka (brosbros)
Annars var þetta blessaða júróvisíon á laugardaginn, og ég er bara á þeirri skoðunn að Íslendingar ættu barasta að hætta þessu gauli. Þessi svaða hetja okkar Íslendinga hann Jónsi var hreint og beint alger hörmung á þessu sviði þarna í Fjarskanistan. Mér fannst umgjörðin heldur ekkert rosalega mikil og kynnarnir voru alveg hlægilega lélegir...
Í keppninni á miðvikudaginn þá stóð eitt lag langt fyrir ofan öll hin í gæðum og hressleika, og það endaði líka á því að vinna. Þannig að til hamingju Úkranía...
Svo á sunnudaginn vaknaði ég galvaskur og fór með þeim Freyju og Ársólu (harðstjórum) í kolonihaven þeirra til að hjálpa þeim við smá málningavinnu, drífa þetta af svo að það sé hægt að sitja þarna í rólegheitum með bjór í annarri og grillmat í hinni eins og sagt hefur verið einhversstaðar....
Já, sko alltaf eitthvað að gerast...
p.s. Til hamingju Sros með hann Nökkva þinn, ekki bara það að hann verði prins í DK, heldu verður hann fótboltahetjuprins í DK....jeiiii með það (kanski að ég fái þá vinnu hjá honum hehe)
laugardagur, maí 15, 2004
55 flatkökur og Eurovision...
Já ég er búinn að baka 55 stykki af flatkökum og að sjálfsögðu fara þær EKKI allar í Júróvisíonpartýið sem að við Þóra erum að fara í kveld.. Já það verður þjóðlegt kvöld í kvöld, hangikjöt, uppstúf og flatkökur Mmmmmmmm jú og svo verður horft á Júróvisíon og líklegast fengið sér þjóðardrykk dana..ÖL
Já það er vonandi að Heaven með Jónsa verði skítsæmilegt, allavegana betra en danski íslendingurinn sem að féll út á miðvikudaginn...

Annars er ekkert að frétta frá því í gær....
Já ég er búinn að baka 55 stykki af flatkökum og að sjálfsögðu fara þær EKKI allar í Júróvisíonpartýið sem að við Þóra erum að fara í kveld.. Já það verður þjóðlegt kvöld í kvöld, hangikjöt, uppstúf og flatkökur Mmmmmmmm jú og svo verður horft á Júróvisíon og líklegast fengið sér þjóðardrykk dana..ÖL
Já það er vonandi að Heaven með Jónsa verði skítsæmilegt, allavegana betra en danski íslendingurinn sem að féll út á miðvikudaginn...
Annars er ekkert að frétta frá því í gær....
föstudagur, maí 14, 2004
Brúðkaupsdagurinn...
Já hann er loksins runninn upp, dagurinn sem að allir hafa beðið eftir (allavegana hér í DK). Þau Mæja og Frikki voru gefin saman í dag í Vores Frue Kirke í Kaupmannahöfn...mikil hátið þar..jú og Frikki bara grét þegar að Mæja gekk inn í kirkjuna og það var svona OHHhhhhhhh móment hjá öllum held ég...fallegt það..

Ég byrjaði aftur á móti með því að heimsækja lækninn minn hann Erik. Jú, ég er búinn að vera svo slappur undanfarið að ég ákvað að heimsækja einhvern prófessíónal sem að gæti sagt mér að ég væri veikur, og jú það gerði hann. Doks sagði mér að ég væri líklegast bara með svona mikið ofnæmi þessa dagana. Já ok sagði ég og hvað svo...jú sagði doksi, ég læt þig fá augndropa, nefsprey og sterkari ofnæmispillur sem að svæfa mann ekki, ok sagði ég, en engann helv...nefúða...og þannig stóð, ég fékk ný lyf og engann helv...nefúða...hehe
Annars á hann Ingvi (maðurinn hennar Sigurrósar) afmæli í dag, hann er hundgamall og ekki meira um það,nema að þau buðu okkur í vöfflukaffi og brúðkaupsútsendingu og það var mjög gaman...
Annars er maður bara búinn að vera að glápa á allt fína fólkið í dag, og haldiði ekki að hún Dorrit sé fulltrúi Íslands, því að grísinn þorði ekki að láta Dabba ráða landinu í nokkra daga, skiljanlegt finnst mér.
Já þið getið skoðað myndir frá hátíðinni miklu í dag hér...
Já hann er loksins runninn upp, dagurinn sem að allir hafa beðið eftir (allavegana hér í DK). Þau Mæja og Frikki voru gefin saman í dag í Vores Frue Kirke í Kaupmannahöfn...mikil hátið þar..jú og Frikki bara grét þegar að Mæja gekk inn í kirkjuna og það var svona OHHhhhhhhh móment hjá öllum held ég...fallegt það..

Ég byrjaði aftur á móti með því að heimsækja lækninn minn hann Erik. Jú, ég er búinn að vera svo slappur undanfarið að ég ákvað að heimsækja einhvern prófessíónal sem að gæti sagt mér að ég væri veikur, og jú það gerði hann. Doks sagði mér að ég væri líklegast bara með svona mikið ofnæmi þessa dagana. Já ok sagði ég og hvað svo...jú sagði doksi, ég læt þig fá augndropa, nefsprey og sterkari ofnæmispillur sem að svæfa mann ekki, ok sagði ég, en engann helv...nefúða...og þannig stóð, ég fékk ný lyf og engann helv...nefúða...hehe
Annars á hann Ingvi (maðurinn hennar Sigurrósar) afmæli í dag, hann er hundgamall og ekki meira um það,nema að þau buðu okkur í vöfflukaffi og brúðkaupsútsendingu og það var mjög gaman...
Annars er maður bara búinn að vera að glápa á allt fína fólkið í dag, og haldiði ekki að hún Dorrit sé fulltrúi Íslands, því að grísinn þorði ekki að láta Dabba ráða landinu í nokkra daga, skiljanlegt finnst mér.
Já þið getið skoðað myndir frá hátíðinni miklu í dag hér...
miðvikudagur, maí 12, 2004
Whisky...
Já, ég er loksins búinn að finna whisky sem að ég get drukkið án þess að verða allur krumpaður í framan og án þess að fá svona ógeðishroll...
Unaðinum er lýst eftirfarandi á heimasíðunni:
COLOUR Full sparkling gold
NOSE Huge smoke, seaweedy, "medicinal", with a hint of sweetness
BODY Full bodied
PALATE Suprising sweetness with hints of salt and layers of peatiness
FINISH Lingering
Þeir sem að þekkja til ættu að vera komnir með þetta en ef ekki þá getið þið kíkt hér til að lesa meira um þetta frábæra wisky sem að heitir LAPHROAIG...
Mig langaði bara að deila þessu meðð ykkur...
Annars er ég ennþá eitthvað slappur og mér sýnist hún Sros vera það líka, við höfum kanski smitað hvort annað eða eitthvað, og svona rosa helgi framundan...ekki gott...
Það er bara að fara vel með sig og vona það besta..
Já, ég er loksins búinn að finna whisky sem að ég get drukkið án þess að verða allur krumpaður í framan og án þess að fá svona ógeðishroll...
Unaðinum er lýst eftirfarandi á heimasíðunni:
COLOUR Full sparkling gold
NOSE Huge smoke, seaweedy, "medicinal", with a hint of sweetness
BODY Full bodied
PALATE Suprising sweetness with hints of salt and layers of peatiness
FINISH Lingering
Þeir sem að þekkja til ættu að vera komnir með þetta en ef ekki þá getið þið kíkt hér til að lesa meira um þetta frábæra wisky sem að heitir LAPHROAIG...
Mig langaði bara að deila þessu meðð ykkur...
Annars er ég ennþá eitthvað slappur og mér sýnist hún Sros vera það líka, við höfum kanski smitað hvort annað eða eitthvað, og svona rosa helgi framundan...ekki gott...
Það er bara að fara vel með sig og vona það besta..
þriðjudagur, maí 11, 2004
Maður er rekinn áfram eins og illa laminn hundur...
Hún Sros var að benda mér á það að ég hafi víst verið að gera eitthvað um seinustu helgi...og það er nú rétt...
Við Þóra fórum í nýbakaða köku og kók til Sigurrósar og strákanna hennar og sátum úti á svölum í steikjanidi hita og glampandi sól...fylgdumst með fötunum þeirra Freyju og Gumma þar sem að líkamarnir voru eitthvða slappir frá kveldinu áður, hittum samt á þau og ákváðum að hittast í kolonigarðinum þeirra og grilla og hafa gaman....
Jú svo fórum við Ingvi í smá golfæfingu niður á grasi hérna við kollegi-ið, ég náttúrulega skaut lengst.....í fyrsta skoti....en svo ekki meir...hehehehe. Þetta var þræl gaman og ég á nú örugglega eftir að plata hann aftur út að leika...
Nú í gær þá fór ég í prufutíma á Mona Rosa og mér fannst nú bara ganga helv..vel ef ég mætti segja sjálfur frá...það eru allskonar snillingar að vinna þarna, einn var að kenna mér hvaða grænmeti væri hvað og einn kenndi mér að nota hníf og tók það skýrt fram að maður ætti ekki að skera í puttana á sér...þegar það kom svo álag á kauða þá reif hann hnífinn úr hendinni minni þar sem að ég var að hakk kál (honum hefur fundist þetta ekki ganga nógu hratt) og hann skar tvisvar í kálið og einusinni í puttann á sér...hehehehehehehe, ég var ekkert að benda honum á spekina sem að hann hafði sagt mér fyrr um daginn....hehehehehhehehehe
Í dag fór ég ekki í skólann vegna þess að ég er með hausverk og einhvern skít í hálsinum...ég verð samt að mæta á morgun því að þá eigum við að skil inn vörulistanum fyrir lokaverkefnið okkar, sem er opnun á veitingastað þann 3. júní....
Já, ég held að þetta sé bara komið nóg.....þangað til næst...
Hún Sros var að benda mér á það að ég hafi víst verið að gera eitthvað um seinustu helgi...og það er nú rétt...
Við Þóra fórum í nýbakaða köku og kók til Sigurrósar og strákanna hennar og sátum úti á svölum í steikjanidi hita og glampandi sól...fylgdumst með fötunum þeirra Freyju og Gumma þar sem að líkamarnir voru eitthvða slappir frá kveldinu áður, hittum samt á þau og ákváðum að hittast í kolonigarðinum þeirra og grilla og hafa gaman....
Jú svo fórum við Ingvi í smá golfæfingu niður á grasi hérna við kollegi-ið, ég náttúrulega skaut lengst.....í fyrsta skoti....en svo ekki meir...hehehehe. Þetta var þræl gaman og ég á nú örugglega eftir að plata hann aftur út að leika...
Nú í gær þá fór ég í prufutíma á Mona Rosa og mér fannst nú bara ganga helv..vel ef ég mætti segja sjálfur frá...það eru allskonar snillingar að vinna þarna, einn var að kenna mér hvaða grænmeti væri hvað og einn kenndi mér að nota hníf og tók það skýrt fram að maður ætti ekki að skera í puttana á sér...þegar það kom svo álag á kauða þá reif hann hnífinn úr hendinni minni þar sem að ég var að hakk kál (honum hefur fundist þetta ekki ganga nógu hratt) og hann skar tvisvar í kálið og einusinni í puttann á sér...hehehehehehehe, ég var ekkert að benda honum á spekina sem að hann hafði sagt mér fyrr um daginn....hehehehehhehehehe
Í dag fór ég ekki í skólann vegna þess að ég er með hausverk og einhvern skít í hálsinum...ég verð samt að mæta á morgun því að þá eigum við að skil inn vörulistanum fyrir lokaverkefnið okkar, sem er opnun á veitingastað þann 3. júní....
Já, ég held að þetta sé bara komið nóg.....þangað til næst...
sunnudagur, maí 09, 2004
Voða lítið að gerast...
Já það er einhver gúrkutíð hjá mér núna, ég er ennþá að bíða eftir svari um sumarvinnu....ég er svo að vona að ég fái einhverja vinnu hérna úti...ef ekki þá er það bara að reyna heima eða vera hérna og fara á bistand....ekki mjög spennandi...
Ég er búinn að sjá það að það voru ekki eins mikil viðbrögð við heilsu uppskriftinni minni eins og af súkkulaðikökunni og ég held að það sé vegna þess að það er fiskur í uppskriftinni...sorrí gæs, ég skal bæta þetta upp með einhverri góðri kjúklingauppskrift á næstu dögum...
En annars núna þegar sumarið er að ganga í garð þá held ég að allir þurfi á léttari mat að halda, í miklum hita þá er maður ekkert að fara og fá sér 250 g. steikur með bernaise sósu og bakaðri kartöflu...eða hvað? Ég vill halda því fram að kjúklingur, fiskur og salat sé málið ( jú og auðvitað kalkúnn og svona..þið vitið ljóst, létt kjöt). Þannig að ég hef ákveðið að koma með hugmyndir af samlokum eða réttum sem að ég hef fundið upp eða stolið einhversstaðar annarsstaðar.....en ekki strax, bráðum, ég þarf að undirbúa mig.....................
En þangað til þá....ciao
Já það er einhver gúrkutíð hjá mér núna, ég er ennþá að bíða eftir svari um sumarvinnu....ég er svo að vona að ég fái einhverja vinnu hérna úti...ef ekki þá er það bara að reyna heima eða vera hérna og fara á bistand....ekki mjög spennandi...
Ég er búinn að sjá það að það voru ekki eins mikil viðbrögð við heilsu uppskriftinni minni eins og af súkkulaðikökunni og ég held að það sé vegna þess að það er fiskur í uppskriftinni...sorrí gæs, ég skal bæta þetta upp með einhverri góðri kjúklingauppskrift á næstu dögum...
En annars núna þegar sumarið er að ganga í garð þá held ég að allir þurfi á léttari mat að halda, í miklum hita þá er maður ekkert að fara og fá sér 250 g. steikur með bernaise sósu og bakaðri kartöflu...eða hvað? Ég vill halda því fram að kjúklingur, fiskur og salat sé málið ( jú og auðvitað kalkúnn og svona..þið vitið ljóst, létt kjöt). Þannig að ég hef ákveðið að koma með hugmyndir af samlokum eða réttum sem að ég hef fundið upp eða stolið einhversstaðar annarsstaðar.....en ekki strax, bráðum, ég þarf að undirbúa mig.....................
En þangað til þá....ciao
miðvikudagur, maí 05, 2004
Heilsu-uppskriftin...
Jújú, eru ekki allir að reyna að ná sér í form fyrir sumarið??
Ef ekki þá bætið þið bara einhverju óhollu út í þetta...
Sumarfiskur...
Fiskur í stórum bitum
Hvítlaukur fínt hakkaður eða pressaður
Tómatar í sneiðum
Laukur (mér finnst rauðlaukur bestur)
Basilikum, steinselja eða einhver önnur fersk kryddjurt
Paprika í bitum
Salt og pipar
Það er lika hægt að krydda með einhverju ítölskum kryddum
Smyrjið eldfast mót og leggið fiskinn í. Bætið svo öllu hinu ofaná og bakið í ofni við 230°C þangað til fiskurinn er orðinn hvítur og laus í sér.
Borið fram með salati eða hrísgrjónum og góðu brauði (eins og t.d. nanbrauði eða ciabatta)
Bon apetit...
Jújú, eru ekki allir að reyna að ná sér í form fyrir sumarið??
Ef ekki þá bætið þið bara einhverju óhollu út í þetta...
Sumarfiskur...
Fiskur í stórum bitum
Hvítlaukur fínt hakkaður eða pressaður
Tómatar í sneiðum
Laukur (mér finnst rauðlaukur bestur)
Basilikum, steinselja eða einhver önnur fersk kryddjurt
Paprika í bitum
Salt og pipar
Það er lika hægt að krydda með einhverju ítölskum kryddum
Smyrjið eldfast mót og leggið fiskinn í. Bætið svo öllu hinu ofaná og bakið í ofni við 230°C þangað til fiskurinn er orðinn hvítur og laus í sér.
Borið fram með salati eða hrísgrjónum og góðu brauði (eins og t.d. nanbrauði eða ciabatta)
Bon apetit...
þriðjudagur, maí 04, 2004
Nett pirraður....
Þeir sem þekkja til Tinu Nordström hafa eflaust tekið eftir því hvað hún notar fallega piparkvörn. Þetta er svona meðalstór kvörn sem er blá og með svona tradisjónal sænsku/norsku skrauti á...semsé mjög flott að mínu mat...
Gallinn er bara að ég get ekki fundið svona kvörn hér í danmörku og ekki á netinu...
Mig vantar hjálp við þetta, ef einhver veit hvar ég get fengið svona kvörn, endilega látið mig vita svo að ég geti eignast eitt stykki eða svo...mig langar svoooo í svona kvörn.
Annars er ekkert að frétta, ég er bara heima að láta mér leiðast og svona, Þóra er að horfa á Sound of Music og ég er ekki að nenna neinu....ég held að ég fari nú bara og lalallalallallalllalalallalaaaaaaa
Og hana nú...
Þeir sem þekkja til Tinu Nordström hafa eflaust tekið eftir því hvað hún notar fallega piparkvörn. Þetta er svona meðalstór kvörn sem er blá og með svona tradisjónal sænsku/norsku skrauti á...semsé mjög flott að mínu mat...
Gallinn er bara að ég get ekki fundið svona kvörn hér í danmörku og ekki á netinu...
Mig vantar hjálp við þetta, ef einhver veit hvar ég get fengið svona kvörn, endilega látið mig vita svo að ég geti eignast eitt stykki eða svo...mig langar svoooo í svona kvörn.
Annars er ekkert að frétta, ég er bara heima að láta mér leiðast og svona, Þóra er að horfa á Sound of Music og ég er ekki að nenna neinu....ég held að ég fari nú bara og lalallalallallalllalalallalaaaaaaa
Og hana nú...
mánudagur, maí 03, 2004
Helgin...
Jújú, helgin var viðburðarrík, við skruppun nefnilega í tveggja daga ferð til Kaupmannahafnar til þess að njóta lífsins og hitta á frænku hennar Þóru...
Þetta var frábært, við fengum gott veður og það besta við þetta allt var að við löbbuðum strikið bara einu sinni og það var niður......
Annars fórum við í allar hliðargöturnar í kring um strikið og fórum svo í svona túrista göngutúr, þar sem að við löbbuðum bara í eina átt og skoðuðum það sem varð á leiðinni...
Við prufuðum líka Metro kerfið hjá þeim í Kaupmannahöfn og það virkar svona líka fínt, fórum með metro í Fields sem er stærsta verslunarmiðstöðin í skandinavíu og vá hvað hún er stór...við vourm þar í nokkra tíma, fórum svo aftur niður í bæ og á hótelið til að skoða hvað við ætluðum að gera um kveldið. Við ákváðum (þ.e. ég ákvað) að fara á stað sem heitir Reef ´n Beef, og er Ástralskur...hann var með mjög spennandi matseðil og var til að mynda Emúi, krókudíll, kengúra og kameldýr. Svo líka fiskur sem heitir Barramundi, nautakjöt og margt meira....eeeeeen hann var svolítið dýr fannst okkur þannig að við fórum á stað sem að bauð upp á TAPAS og bjór eða vín....og það var bara fínn matur. Við fengum okkur 6 rétti (þeir eru litlir) og það var alveg nóg handa okkur tveimur...
Eftir þetta þá ákváðum við að fara snemma að sofa því að sunnudagurinn leit út fyrir að vera langur og leiðinlegur með rigningu og det hele.....en viti menn...
...þegar við vöknuðum á sunnudagsmorgun þá var í kring um 15°C hiti og glampandi sól, og hitinn átti bara eftir að fara upppppp......
Eftir að við vorum búin að tjékka okkur út af hótelinu þá fórum við í göngutúr meðfram kanalinum og fundum lítið kaffihús og sestum þar með sitthvorn bjórinn í glampandi sól og steikjandi hita...þar sátum við í smá stund og fórum svo á stjá aftur, bara svona til að sjá meira...við áttum líka að hitta Láru, frænku hennar Þóru, um kl. 14 fyrir framan hótelið hennar sem er við Havnegade, rétt hjá Nyhavn.. Þetta gekk allt vel og þegar við vorum búin að hitta hana var haldið á Nyhavn til að fá sér að borða, enduðum við á Nyhavncafé en þeir buðu bara upp á salat, og var það akkúrat sem að þurfti í svona hita og sól.
Eftir salat og bjór var haldið í leiðangur í átt að litlu hafmeyjunni með nokkrum útúrdúrum. Við komum aðeins við í Amalieborg og viti menn, þegar við vorum nýkomin þá komu þau Frikki og Mæja bara úr sunnudagsbíltúrnum sínum og vinkuðu okkur, við vorum að spögulera að banka hjá þeim og biðja um kaffi, en það var svo gott veður að við vildum frekar vera úti..
Við komum aftur á hótelið hjá Láru um kl. 18.30 og þá var haldið niður í bæ til að fá sér að borða (aftur), leiðin lá í þetta sinn á Peder Oxe sem er á Gråbrodretorve, og það er bara flottur veitingastaður (ef þið hafið ekki prufað hann, go there or be squere).
Eftir langan og góðan kvöldverð, fórum við aftur á hótelið og sóttum töskuna okkar og héldum heim á leið, en við vorum ansi þreytt og útitekin þegar við komum heim í gærkvöldi um kl. 00.30....
Nýjar myndir fylgja þessari sögu...
Semsé góð helgi......
Jújú, helgin var viðburðarrík, við skruppun nefnilega í tveggja daga ferð til Kaupmannahafnar til þess að njóta lífsins og hitta á frænku hennar Þóru...
Þetta var frábært, við fengum gott veður og það besta við þetta allt var að við löbbuðum strikið bara einu sinni og það var niður......
Annars fórum við í allar hliðargöturnar í kring um strikið og fórum svo í svona túrista göngutúr, þar sem að við löbbuðum bara í eina átt og skoðuðum það sem varð á leiðinni...
Við prufuðum líka Metro kerfið hjá þeim í Kaupmannahöfn og það virkar svona líka fínt, fórum með metro í Fields sem er stærsta verslunarmiðstöðin í skandinavíu og vá hvað hún er stór...við vourm þar í nokkra tíma, fórum svo aftur niður í bæ og á hótelið til að skoða hvað við ætluðum að gera um kveldið. Við ákváðum (þ.e. ég ákvað) að fara á stað sem heitir Reef ´n Beef, og er Ástralskur...hann var með mjög spennandi matseðil og var til að mynda Emúi, krókudíll, kengúra og kameldýr. Svo líka fiskur sem heitir Barramundi, nautakjöt og margt meira....eeeeeen hann var svolítið dýr fannst okkur þannig að við fórum á stað sem að bauð upp á TAPAS og bjór eða vín....og það var bara fínn matur. Við fengum okkur 6 rétti (þeir eru litlir) og það var alveg nóg handa okkur tveimur...
Eftir þetta þá ákváðum við að fara snemma að sofa því að sunnudagurinn leit út fyrir að vera langur og leiðinlegur með rigningu og det hele.....en viti menn...
...þegar við vöknuðum á sunnudagsmorgun þá var í kring um 15°C hiti og glampandi sól, og hitinn átti bara eftir að fara upppppp......
Eftir að við vorum búin að tjékka okkur út af hótelinu þá fórum við í göngutúr meðfram kanalinum og fundum lítið kaffihús og sestum þar með sitthvorn bjórinn í glampandi sól og steikjandi hita...þar sátum við í smá stund og fórum svo á stjá aftur, bara svona til að sjá meira...við áttum líka að hitta Láru, frænku hennar Þóru, um kl. 14 fyrir framan hótelið hennar sem er við Havnegade, rétt hjá Nyhavn.. Þetta gekk allt vel og þegar við vorum búin að hitta hana var haldið á Nyhavn til að fá sér að borða, enduðum við á Nyhavncafé en þeir buðu bara upp á salat, og var það akkúrat sem að þurfti í svona hita og sól.
Eftir salat og bjór var haldið í leiðangur í átt að litlu hafmeyjunni með nokkrum útúrdúrum. Við komum aðeins við í Amalieborg og viti menn, þegar við vorum nýkomin þá komu þau Frikki og Mæja bara úr sunnudagsbíltúrnum sínum og vinkuðu okkur, við vorum að spögulera að banka hjá þeim og biðja um kaffi, en það var svo gott veður að við vildum frekar vera úti..
Við komum aftur á hótelið hjá Láru um kl. 18.30 og þá var haldið niður í bæ til að fá sér að borða (aftur), leiðin lá í þetta sinn á Peder Oxe sem er á Gråbrodretorve, og það er bara flottur veitingastaður (ef þið hafið ekki prufað hann, go there or be squere).
Eftir langan og góðan kvöldverð, fórum við aftur á hótelið og sóttum töskuna okkar og héldum heim á leið, en við vorum ansi þreytt og útitekin þegar við komum heim í gærkvöldi um kl. 00.30....
Nýjar myndir fylgja þessari sögu...
Semsé góð helgi......
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)